mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Kransakaka

Nemendur í 8. bekk æfðu sig í  kransakökugerð fyrir væntanlegar fermingar. Hér má sjá afrakstur - þessi fína Rice Krispies kransakaka. 

 

kransa 2

Lesa >>


Strákurinn í kjólnum

Nemendur í 4. bekk hafa verið að lesa bókina “ Strákurinn í kjólnum“ eftir David Walliams. Krökkunum fannst hún ótrúlega skemmtileg og sl. föstudag, fengu þau að horfa á myndina. Stráknum í sögunni fannst svo ósanngjarnt að stelpur hefðu einkarétt á því að vera í kjólum. Þá kom upp sú hugmynd að hafa dag þar sem allir (þeir sem vilja) komi í kjólum. 

Mörgum fannst þetta góð hugmynd og langaði að gera það sem strákurinn í sögunni gerði, mæta í skólann í kjól en en sum höfðu áhyggjur af fordómum. 

Það var ákveðið að hafa kjóladag í dag morgun og allir í 4. bekk (þeir sem vilja) mættu í skólann í kjól, stelpur og strákar.

Það var farið vel yfir hverju börnin ættu að svara ef svo ólíklega vill til að það verði gerðar athugasemdir við klæðaburðinn, svörin eru; "Ertu þú með fordóma?" eða "Burtu með fordóma og annan eins ósóma. 

IMG 4093 IMG 4095

 

Lesa >>


Skákmót - Reykjavíkurmót grunnskólasveita

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fór fram sl. mánudag í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Keppnin er ætluð skáksveitum úr grunnskólum í Reykjavík, skipuðum nemendum í 1.-10. bekk. Góð þátttaka var í mótinu en alls var fjöldi sveita 28. Hlíðaskóli sendi sveit á mótið sem var skipuð nemendum í 4. 5. og 6. bekk. Allir liðsmenn hafa notið skákkennslu í skólanum á undanförnum árum. Þetta voru Árni í 6. bekk, Ingvar í 4. bekk og Birkir og Tómas í 5. bekk. Bæði Árni og Ingvar hafa einnig æft skák, utan skóla, með Taflfélagi Reykjavíkur. Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði á mótinu og enduðu í 11. sæti með 15 vinninga. Sérstaka athygli vakti ótrúlegur árangur Árna Ólafssonar á 1. borði en hann fékk 7 vinninga af 7 mögulegum, sigraði alla andstæðinga sína. Árni hefur verið duglegur að æfa og tefla að undanförnu og nýtur nú árangur erfiðis síns. Liðsstjóri liðsins var Björn Ívar skákkennari.  Það er ljóst að framtíðin er björt fyrir skáksveit Hlíðaskóla því vegna ungs aldurs eiga strákarnir þátttökurétt á mótinu í nokkur ár í viðbót og leiðin liggur því bara upp á við!

Lesa >>


Framhaldsskólakynning 2017

Framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt og mun starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.  

Opin hús verða auglýst síðar.

Framhaldsskólakynning

Kynning fyrir foreldra

Lesa >>


100 daga hátíð

Í síðustu viku var haldin hátíð í 1. bekk, þá höfðu börnin verið 100 daga í skólanum. Þau bjugg til kórónur og hús. Allir fengu 10X10 góðgæti í poka sem þau flokkuðu, töldu og borðuðu. Í lokin var opnað á milli stofa og nemendur fengu að leika sér.

Myndir frá hátíðinni 

 

IMG 4263IMG 4263

Lesa >>