Prenta

Lestrardreki með langan bókahala

Ritað .

Nemendur í 1.-4. bekk luku nýlega þriggja vikna lestrarátaki og var viðfangsefnið bækur um dýr. Átakið fór þannig fram að fyrir hverja bók sem nemendur luku við að lesa bættu þau einum ugga á drekann, en á uggann skrifuðu þau nafnið sitt, nafn bókarinnar og um hvaða dýr hún fjallaði. Þegar átakinu lauk var drekahalinn orðinn 12,5 metra langur og miðarnir, sem voru litamerktir eftir bekkjum, orðnir 285 talsins. Þessi dreki var búinn til úr lestrardugnaði yngstu lestrarhestanna í hér við skólann. Flott hjá ykkur krakkar.

dreki

Prenta

5. bekkur

Ritað .

Í 5. bekk hanna og sauma nemendur "dýr" í textílmennt. Hópurinn á myndinni er nýbúinn að klára sín dýr.

5bekkurkynjaverur

 

 

Prenta

Sigrún Eldjárn í heimsókn

Ritað .

Föstudaginn 27. mars fengum við hér í Hlíðaskóla góða heimsókn, en þá kom Sigrún Eldjárn til okkar og sagði nemendum í 1.- 3. bekk frá starfi sínu sem rithöfundur og myndskreytir. Hún las sögu, sýndi myndir og svaraði spurningum nemenda. Höfðu allir gaman af ekki síst nemendur 2. bekkjar sem unnið hafa með bækur Sigrúnar í vetur.

sigrun

Prenta

Sólmyrkvahátíð

Ritað .

solmyrkvi

Föstudaginn 20. mars var Sólmyrkvahátíð í Hlíðaskóla. Vinabekkir gengu saman í Litlu Öskjuhlíð með sólmyrkvagleraugun sín sem Stjörnufélag Seltjarnarnes gaf öllum grunnskólabörnum. Þar var sólmyrkvinn skoðaður með öllum tiltækum ráðum en sterkasta upplifunin var ef til vill kuldinn sem allir fundu fyrir þegar sólin hvarf. Við fylgdumst áhugasöm með því þegar dimmdi yfir borginni og tunglið huldi sólina að mestu.

Allir sem tóku þátt í þessari uppákomu skráðu nafn sitt á tréplötur. Þessar tréplötur verða settar saman í eitt stórt listaverk til minningar um sólmyrkvann.

Frábær dagur!

 

 

Prenta

Síðustu sýningar "Hvarr´í gangi"

Ritað .

2

Nú er hver að verða síðastur því aðeins tvær sýningar eru eftir á söngleiknum "Hvar´í gangi".

Föstudaginn 20. mars kl. 19:30

Lokasýning sunnudaginn 22. mars kl. 17:00

Hægt er að nálgast miða á skrifstofu skólans í dag til kl. 16:00

Miðar eru seldir við innganginn.

 

Ekki láta þennan flotta söngleik framhjá ykkur fara!