Prenta

Sólmyrkvahátíð

Ritað .

solmyrkvi

Föstudaginn 20. mars var Sólmyrkvahátíð í Hlíðaskóla. Vinabekkir gengu saman í Litlu Öskjuhlíð með sólmyrkvagleraugun sín sem Stjörnufélag Seltjarnarnes gaf öllum grunnskólabörnum. Þar var sólmyrkvinn skoðaður með öllum tiltækum ráðum en sterkasta upplifunin var ef til vill kuldinn sem allir fundu fyrir þegar sólin hvarf. Við fylgdumst áhugasöm með því þegar dimmdi yfir borginni og tunglið huldi sólina að mestu.

Allir sem tóku þátt í þessari uppákomu skráðu nafn sitt á tréplötur. Þessar tréplötur verða settar saman í eitt stórt listaverk til minningar um sólmyrkvann.

Frábær dagur!

 

 

Prenta

Síðustu sýningar "Hvarr´í gangi"

Ritað .

2

Nú er hver að verða síðastur því aðeins tvær sýningar eru eftir á söngleiknum "Hvar´í gangi".

Föstudaginn 20. mars kl. 19:30

Lokasýning sunnudaginn 22. mars kl. 17:00

Hægt er að nálgast miða á skrifstofu skólans í dag til kl. 16:00

Miðar eru seldir við innganginn.

 

Ekki láta þennan flotta söngleik framhjá ykkur fara!

 

Prenta

Skólaleikar Vals

Ritað .

 

Skólaleikar Vals voru haldnir í gær miðvikudaginn 18. mars.

Nemendur í 5. - 7. bekk fóru á Hlíðarenda þar sem leikarnir fóru fram og var keppt í fimm greinum, dodgebolta, körfuboltaskotkeppni, bocchia, reiptogi og boðhlaupi. Nemendur Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Austurbæjarskóla kepptu og er verðlaunað fyrir sigur í keppninni og  fyrir besta stuðningsliðið. 

Leikar fóru þannig að nemendur Hlíðaskóla voru í fyrsta sæti og fengu stóran bikar að launum. Við óskum nemendum miðstigs innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!  Gríðarleg stemming var í hópnum og útbjuggu nemendur mörg vönduð hvatningarspjöld og allir lögðu sitt af mörkum til að gera þessa stund ánægjulega.   

skolaleikar1  skolaleikar2

skolaleikar3  skolaleikar4

skolaleikar5

Prenta

Stóra upplestrarkeppnin

Ritað .

storaupplestrarkeppnin

Upplestrarkeppninni í 7. bekk lauk í gær, 17. mars, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar kepptu tveir  nemendur úr Hlíðaskóla þeir Theodór Pálsson og Ismael Eyþór Benitez við nemendur í Melaskóla, Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Landakotsskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla.

Þeir Theodór og Ismael stóðu sig með mikilli prýði og vorum við í Hlíðaskóla mjög stolt af okkar mönnum.

Prenta

Hvarr´í gangi - næstu sýningar

Ritað .

Söngleikur unglingadeildar skólans "Hvarr´í gangi" var frumsýndur síðastliðinn fimmtudag, 12. mars, við mikinn fögnuð áhorfenda. Nemendur fóru á kostum í margvíslegum hlutverkum og við standandi lófaklapp áhorfenda uppskáru þeir ríkulegan árangur þess erfiðis sem þeir hafa lagt á sig undanfarnar vikur. 

Síðustu vikuna í vinnuferlinu komu foreldrar með góðgæti á veisluborð til að gleðja börnin sín og tóku þau vel til matar síns.

Nú fer sýningum að fækka og eru aðeins þrjár til viðbótar:

Þriðjudagur 17. mars kl. 19:30 - sú sýning er táknmálstúlkuð

Föstudagur 20. mars kl. 19:30

Lokasýning sunnudaginn 22. mars kl. 17:00

Hægt er að nálgast miða á skrifstofu skólans virka daga milli kl. 9:00-16:00.

Einnig eru miðar seldir við innganginn ef ekki er uppselt!

Hér er að finna myndir frá söngleiknum sem Gunnar Kjartansson tók.