Prenta

Páskabingó í Hlíðaskóla

Ritað .

paskarFimmtudaginn 10. apríl fer fram páskabingó í Hlíðaskóla. Það verður haldið í sal skólans kl. 18:00 og eru glæsilegir vinningar í boði. Bingóspjaldið kostar 500 kr. en hægt er að kaupa aukaspjald á 300 kr. Gómsætar, heimagerðar veitingar verða til sölu fyrir svanga sælkera.

Prenta

Menningarmót í 5. og 6. bekk

Ritað .

Föstudaginn 4. apríl átti sér stað Menningarmót Hlíðaskóla. Nemendur kynntu sína persónulegu menningarheima fyrir foreldrum og öðrum nemendum. Myndir frá menningarmótinu má sjá í myndasafni skólans.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, fjölmenningarstjóri Borgarbókasafns, hefur þróað þessa aðferð sem gleður börn jafnt sem fullorðna, að sýna og kynna sína menningarheima og fræða gesti um íþróttir, lönd og tungumál, bækur, bernsku, tækni og matargerð.

Menningarmótið heppnaðist mjög vel og var virkilega áhugavert og gaman að sjá hvað það er sem nemendum finnst gaman að taka sér fyrir hendur utan skólans. Takk fyrir skemmtilegan dag, nemendur í 5. og 6. bekk! 

Hér eru upplýsingar um hugmyndafræði menningarmóta:

Hér er að finna upplýsingar um HEILAHRISTING, heimanámsaðstoð á Kringlusafni:
Here you can find information about help with homework at the library at Kringlan:

menningarmot

Prenta

Árshátíð unglingadeildar

Ritað .

hawaii1Fimmtudaginn 3. apríl verður árshátíð unglingadeildar Hlíðaskóla haldin með pompi og prakt. Árshátíðin hefst kl. 18 og lýkur kl. 23.

Miðasala fer fram niðri á unglingagangi og verður opin til kl. 17 á miðvikudeginum. Miðaverð er 3.000 kr.

Prenta

Kaffihús 10. bekkjar

Ritað .

tmm2Nemendur 10. bekkjar settu upp kaffihús fyrir fjölskyldu og vini. Viðburðurinn var haldinn í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð 10. bekkjar í vor. Allir nemendur lögðu hönd á plóg svo að skemmtikvöldið myndi heppnast sem best enda að mörgu að hyggja bæði hvað varðar skreytingar, uppsetningu, miðasölu og önnur atriði. Nemendur í valfaginu "tónlist, matur og menning" sáu um skemmtiatriði og einnig um veitingar ásamt nemendum úr valfaginu "bakstur".

Fleiri myndir frá kvöldinu eru í myndasafni skólans.

tmm1

Prenta

Upplestrarkeppni Hlíðaskóla

Ritað .

upplestur2Nemendur í 7. bekk Hlíðaskóla hafa undanfarið verið að æfa upplestur og framburð. Þriðjudaginn 25. mars fór fram upplestrarkeppni á bókasafni skólans þar sem tíu nemendur lásu bæði ljóð og texta. Þau stóðu sig öll vel og lásu afar fallega.

Dómnefndin fékk síðan það erfiða verkefni að velja úr þessum frambærilega hópi aðeins tvo keppendur og einn varamann til að senda í stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 2. apríl.

Þeir nemendur sem munu keppa fyrir hönd skólans í stóru upplestrarkeppninni eru Ragnheiður Helga Guðjónsdóttir og Sunna Dís Örvarsdóttir en varamaður er Ebba Dís Arnarsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir áheyrilegan og góðan flutning.

upplestur1