Prenta

Lokaverkefni í 10. bekk

Ritað .

Nú hafa nemendur í 10. bekk lokið sinni prófatörn og við tekur lokaverkefni þeirra. Yfirheiti verkefnisins í ár er "Ljósið". Í lokaverkefninu reynir mjög á sjálfstæði nemenda, öguð vinnubrögð, sköpun og frumkvæði. Þeir þurfa að skipuleggja vinnu sína og gera tímaáætlun. Kynning á verkefninu fyrir foreldra og aðra gesti verður 3. júní kl. 17:00. 

ljos

Prenta

Sólmyrkvalistaverk

Ritað .

Á sólmyrkvahátíð Hlíðaskóla, 20. mars, skrifuðu og skreyttu nemendur og starfsmenn skólans nafn sitt á litlar tréplötur. Nú er búið að koma plötunum fyrir á stórt spjald og hengja verkið upp við aðalanddyri skólans. Það er gaman að fylgjast með nemendum þar sem þeir eru að leita að sinni tréplötu.

solmyrkvi

 

Prenta

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ritað .

Í dag kom Ævar vísindamaður í heimsókn og las upp úr nýju bókinni sinni "Risaeðlur í Reykjavík" fyrir nemendur í 3. og 4. bekk . Ein sögupersónan í bókinni er Hildur Eva Einarsdóttir, nemandi í 3. GHS. Nemendur eru mjög spenntir fyrir bókinni sem kemur út næstu daga. Bókin er prentuð í sérstöku letri sem gerir lesblindum auðveldara með að lesa hana. Þess má til gamans geta að myndirnar í bókinni teiknaði Rán Flygenring, sem var nemandi í Hlíðaskóla fyrir örfáum árum.

 

Aevar

Prenta

Afríkuhátíð

Ritað .

Afríkuhátíð 4. bekkja var haldin miðvikudaginn 13. maí. Undirbúningur að hátíðinni hefur staðið yfir í allan vetur en að hátíðinni koma bekkjarkennarar og list- og verkgreinakennarar. Nemendur sauma húfu og skreyta í textílmennt, læra og æfa afríska söngva og dansa, teikna myndverk sem tengjast Afríku o.m.fl. Foreldrum er boðið að koma og í lok hátíðarinnar er boðið upp á maísbrauð.

Afrika

Prenta

Flugdrekar í 6. bekk

Ritað .

6. bekkur hélt klappveislu 12. maí. Krakkarnir snæddu sparinesti í tilefni dagsins en sjálf klappveislan var flugdrekagerð. Börnin unnu tvö og tvö saman og útbjuggu og skreyttu þessa fínu dreka sem svo voru reyndir á skólalóðinni. Það ríkti góð stemning í hópnum og flugdrekarnir svifu hver öðrum hærra. 

 

6bekkurflugdrekar      6bekkurflugdrekar2