Prenta

Söngleikir

Ritað .

Nú eru nemendur í 2.-7. bekk byrjaðir að æfa söngleiki á fullu. Það styttist í fyrstu sýningar.

2. MVP   10. nóvember
2. BB   11. nóvember
3. BG   12. nóvember
3. GHS   13. nóvember
3. ASR   17. nóvember
4. RG   18. nóvember
4. HS   19. nóvember
5. ÞEG   20. nóvember
5. SJO   21. nóvember
6. HH   24. nóvember
6. BH   25. nóvember
7. AJ   27. nóvember
7. AE   28. nóvember

Prenta

Norskir vísindamenn í heimsókn

Ritað .

Í gær komu norskir vísindamenn, Ivar og Magne, í heimsókn í Hlíðaskóla. Þeir voru með sýningu fyrir nemendur í 5. - 10. bekk inn á sal. Nemendur í 6. og 7. bekk unnu verkefni undir handleiðslu þeirra, "smíðuðu" bíla, útbjuggu brautir fyrir glerkúlur og eldflaugar sem þau fengu svo að skjóta upp.

Eftir hádegi fengu nemendur í 9. bekk að spreyta sig í að "smíða" bíla og útbúa búnað til að kveikja á led-ljósum.

Nemendur voru mjög áhugasamir og skemmtu sér konunglega á sýningunni.

IMG 6960 IMG 6979  IMG 7003 
 IMG 7012  IMG 7014  IMG 7037
 IMG 7066  IMG 7077  IMG 7070

Prenta

Barnakór Hlíðaskóla í Fríkirkjunni

Ritað .

Barnakór Hlíðaskóla býðst að taka þátt í tónleikum í Fríkirkjunni miðvikudagskvöldið 8. október til styrktar Little Bees barnaskólanum í fátækrahverfi í Nairobi. Ýmsir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum en sameinaður barnakór Hlíðaskóla og Fríkirkjunnar syngur með í frumsömdu lagi söngkonunnar Fabúlu (Margrétar Kristínar Sigurðardóttur).

Það er gaman fyrir kórinn að taka þátt í þessu verkefni til styrktar góðu málefni.

kor1  kor2  kor3

Prenta

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg

Ritað .

Nemendur í 10. bekk voru viðstaddir setningu Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg miðvikudaginn 1. október. Hátíðina setti borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson á Blómatorgi Kringlunnar. 

10bekkur lestur

Sjá nánar

Prenta

Forvarnardagurinn

Ritað .

Forvarnardagurinn 2014 var haldinn miðvikudaginn 1. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. 

Sjá heimasíðu Forvarnardagsins.