Prenta

Vetrarfrí

Ritað .

Vetrarfrí verða í grunnskólum Reykjavíkurborgar daganna 17., 20. og 21. október. Reykjavíkurborg hefur skipulagt viðburði þessa daga sem hægt er að kynna sér hér.

Prenta

Norskir vísindamenn í heimsókn

Ritað .

Í gær komu norskir vísindamenn, Ivar og Magne, í heimsókn í Hlíðaskóla. Þeir voru með sýningu fyrir nemendur í 5. - 10. bekk inn á sal. Nemendur í 6. og 7. bekk unnu verkefni undir handleiðslu þeirra, "smíðuðu" bíla, útbjuggu brautir fyrir glerkúlur og eldflaugar sem þau fengu svo að skjóta upp.

Eftir hádegi fengu nemendur í 9. bekk að spreyta sig í að "smíða" bíla og útbúa búnað til að kveikja á led-ljósum.

Nemendur voru mjög áhugasamir og skemmtu sér konunglega á sýningunni.

IMG 6960 IMG 6979  IMG 7003 
 IMG 7012  IMG 7014  IMG 7037
 IMG 7066  IMG 7077  IMG 7070

Prenta

Barnakór Hlíðaskóla í Fríkirkjunni

Ritað .

Barnakór Hlíðaskóla býðst að taka þátt í tónleikum í Fríkirkjunni miðvikudagskvöldið 8. október til styrktar Little Bees barnaskólanum í fátækrahverfi í Nairobi. Ýmsir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum en sameinaður barnakór Hlíðaskóla og Fríkirkjunnar syngur með í frumsömdu lagi söngkonunnar Fabúlu (Margrétar Kristínar Sigurðardóttur).

Það er gaman fyrir kórinn að taka þátt í þessu verkefni til styrktar góðu málefni.

kor1  kor2  kor3

Prenta

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg

Ritað .

Nemendur í 10. bekk voru viðstaddir setningu Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg miðvikudaginn 1. október. Hátíðina setti borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson á Blómatorgi Kringlunnar. 

10bekkur lestur

Sjá nánar

Prenta

Forvarnardagurinn

Ritað .

Forvarnardagurinn 2014 var haldinn miðvikudaginn 1. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. 

Sjá heimasíðu Forvarnardagsins.