Prenta

Gleðileg jól

Ritað .

 

jol2014

Starfsmenn Hlíðaskóla óska nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Kennsla hefst aftur 5. janúar skv. stundaskrá.

 

 

Prenta

Heimsókn í 2. bekk

Ritað .

 

10625051 10205579713117564 54771940791140485 n

Myndskreytirinn og höfundurinn Þorfinnur Sigurgeirsson heimsótti 2. bekk á þriðjudagsmorgun og las fyrir nemendur sögu sína um Lísu Dóru súpersterku og baráttu hennar við Kuldabola. Myndunum úr sögunni var varpað á skjá um leið og sagan var lesin með tilþrifum þannig að allir höfðu mjög gaman af. Síðan var haldið í skógarferð þar sem nemendur dönsuðu kring um jólatré og gæddu sér á kakói og piparkökum.

 

Prenta

Jólaskógur

Ritað .

Á aðventunni hefur skapast sú hefð að nemendur fara með umsjónarkennurum sínum í Grenndarskóg Hlíðaskóla í Öskjuhlíð. Þar fá allir heitt kakó og smákökur. Veðrið hefur í ár verið frekar krefjandi, kalt og vindasamt en engu að síður hafa þetta verið notalegar stundir. 

Jolaskogur

 5. bekkur í jólaskapi í Grenndarskógi Hlíðaskóla

Prenta

Dagur íslenskrar tungu - verðlaunaafhending

Ritað .

 

Bokasafn

Einar Benediktsson skáld var viðfangsefni dagskrár á Degi íslenskrar tungu á Skólasafninu þetta árið. Börnin fræddust um lífshlaup Einars og þeir sem vildu lærðu erindi úr Einræðum Starkaðar og komust þar með í happdrættispott. Verðlaunin voru Skólaljóð Námsgagnastofnunar. Þau sem hlutu verðlaun eru: Jón Bjarni Emilsson 3.B.G., Dagur Ármannsson 3.G.H.S., Áslaug Edda Kjartansdóttir 4.R.G. og Vilhjálmur Jónsson 5.Þ.E.G.

 

Prenta

Aðventuhátíð 2014

Ritað .

Adventa

 

Í dag var hin árlega aðventuhátíð Hlíðaskóla. Dagurinn byrjaði á undirbúningi og hurðaskreytingum. Eftir löngu frímínútur fengu allir heitt kakó, rjóma og smákökur. Svo byrjaði aðal fjörið, að heimsækja aðra og spreyta sig á alls konar þrautum. Það var boðið upp á spurningakeppni, teiknikeppni, kastkeppni, myndatöku með jólasveininum o.m.fl. Andlitsmálun var lang vinsælust að venju. Vel heppnuð hátíð.