Prenta

Gleðilegt sumar

Ritað .

Starfsmenn Hlíðaskóla óska nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst.

Prenta

Afmælishátíð

Ritað .

Mánudaginn 8. júní héldum við upp á 60 ára afmæli Hlíðaskóla. Dagurinn hófst á gróðursetningu í Grenndarskógi og vinarbekkir hittust. Í nestistímanum fengu allir afmælisköku og mjólk. Farið var í skrúðgöngu um hverfið með lúðrasveit í broddi fylkingar. Boðið var upp á grillaðar pylsur og hátíðinni lauk í íþróttasalnum þar sem boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði. 

Frétt um gróðursetninguna birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Frétt á mbl.is

Afmaeli

 

Prenta

Unnur á skólasafninu

Ritað .

Fyrir þremur árum unnu nemendur verkefni um örnefni á skólasafni, í tenglsum við Dag íslenskra tungu. Mjólkursamsalan hafði spurnir af verkefni Unnar og nú er hægt að lesa um örnefni á mjólkurfernum.

Í viðurkenningarskyni færði Mjólkursamsalan Unni blómvönd og ostakörfu.

IMG 8970 

Prenta

Velheppnað lokaverkefni 10. bekkjar

Ritað .

Miðvikudaginn 3. júní kynntu nemendur í 10. bekk lokaverkefni sín. Kynningin fór fram á hátíðarsal skólans og sýningarbásar voru settir upp á unglinganginum. Verkefnin voru fjölbreytt og áhugverð. Kynningin tókst í alla staði mjög vel.

 

lokaverkefni

Prenta

Hlíðaskóli 60 ára

Ritað .

Í dag fögnum við 60 ára afmæli Hlíðaskóla. Gróðursett verður í Grenndarskógi, skrúðganga með lúðrasveit og ýmsar uppákomur verða á skólalóðinni. Boðið verður upp pylsur og afmælisköku.

Balloons21  Balloons21  Balloons21  Balloons21