Prenta |

Á Sprengisandi

þann .

Allir nemendur í 4. bekk fluttu saman lagið "Á Sprengisandi" í tónmenntastofunni í gær. Ljóðið er eftir Grím Thomsen og lagið eftir Sigvalda Kaldalóns. Hluti hópsins flutti lagið samtímis með söng og á táknmáli. Skólastjórnendur og velunnarar hlýddu á og líkaði mjög vel.

Sprengisandur

Prenta |

My Hat it has three corners

þann .

Nemendur í 4. bekk útbjuggu pappírshatta fyrir tónmenntatíma og sungu lagið "My Hat it has three corners". Verkefnið var samvinnuverkefni tónmenntar og ensku. Nemendur horfðu á upptöku af verkinu "Memories of Ernst or The Carnival of Venice Fantasy" eftir Johann Strauss og rifjuðu upp heiti hljóðfæranna í sinfóníuhljómsveitinni.

IMG 3770

Prenta |

Þorrablót 2016

þann .

Síðastliðinn föstudag var boðið upp á þorramat í skólanum og nemendur sungu minni kvenna og karla í upphafi matartímans. Nokkrir drengir  úr 7. bekk leiddu sönginn í minni kvenna og stóðu sig vel.  Nemendur úr kór skólans leiddi síðan minni karla og gerði það glæsilega. Það er gaman að halda í þessa þorrablótshefð og eiga Sigríður tónmenntakennari, Guðni kokkur og starfsfólk í mötuneytinu hrós skilið fyrir að gera þessa stund að veruleika.

Thorri1   Thorri2

Thorri3   Thorri4

Prenta |

Táknmálskennsla

þann .

Í táknmálstímum lærðu nemendur í 1. - 7. bekk að syngja ,,Ég sá mömmu kyssa jólasvein" á táknmáli í desember. 

Takn1  Takn2

Takn3

Prenta |

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

þann .

Starfsmenn Hlíðaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir gott samstarf á liðnu ári. 

Kennsla hefst aftur á nýju ári, þríðjudaginn 5. janúar, samkvæmt stundaskrá.

Jolamynd2015