Prenta

Kennaranemar

Ritað .

Fimm kennaranemar eru í vettvangsnámi við Hlíðaskóla. Þar af eru þrír nemanna í skiptinámi á Íslandi og koma tveir frá Spáni og einn frá Japan. 

fanar

Prenta

1. bekkur og skógarþröstur

Ritað .

Nemendur í 1. bekk unnu verkefni um skógaþröstinn í byrjendalæsi og náttúrufræði. Verkefninu lauk með gönguferð um Öskjuhlíðina þar sem leitað var að skógarþröstum og hreiðrum þeirra og hvort tveggja fannst. 

skjuhlíð 2014 026  skjuhlíð 2014 027

Prenta

2. bekkur í Öskjuhlíð

Ritað .

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru 16. sept. fóru nemendur í 2. bekk í vettvangsferð upp í Öskjuhlíð. Undanfarið höfum við unnið þemaverkefni um kanínur og var ferðin farin í tengslum við það. Nemendur rannsökuðu umhverfið, skráðu upplýsingar inn á kort, skimuðu eftir kanínum og nutu veðurblíðunnar. Eftir heilsusamlegt nesti tóku börnin lagiðLaughing

2.bekkur hopmynd

Prenta

Haustfundir 2014

Ritað .

Haustfundir með foreldrum í Hlíðaskóla verða haldnir sem hér segir.

8. og 9. bekkir fimmtudaginn 18. september

2. og 3. bekkir mánudaginn 22. september

5. og 7. bekkir þriðjudaginn 23. september

10. bekkur mánudaginn 29. september

4. og 6. bekkir 30. september

Fundirnir hefjast klukkan 8:10 í samkomusal skólans. Þar hitta foreldrar skólastjórnendur og námsráðgjafa og fara síðan á fund umsjónarkennara  þar sem verður farið yfir starf vetrarins. 

 

Prenta

Múmínálfarnir

Ritað .

Á skólasafni Hlíðaskóla höfum við beint sjónum okkar að finnsku skáldkonunni Tove Jansson sem hefði orðið hundrað ára í ágúst, ef hún hefði lifað. Múmínálfarnir sem gerðu hana heimsfræga setja svip sinn á safnið í myndum, bókum og munum. Við höfum kynnst helstu verkum hennar og lífshlaupi.

IMG 6734   IMG 6736