Prenta

Sumar-vetrarball

Ritað .

Sumar-vetrarball unglingadeildar verður haldið miðvikudaginn 28. janúar. Þemað er sumar en það þarf ekki að mæta í sumarfötum. Það kostar 300 krónur inn á ballið. Pizza og sjoppa á vegum nemendaráðs. Ballið stendur frá kl. 19:00 - 22:00.

kids-playing-summer-clipart-summer 2

Prenta

Þorrablót 2015

Ritað .

Sl. föstudag blótuðu nemendur og starfsmenn Hlíðaskóla þorrann. Guðni kokkur bauð upp á ljúffengan þorramat og nemendur tóku hraustlega til matar síns - mishraustlega. 

Thorri

Prenta

Skipulagsdagur og foreldradagur

Ritað .

 

Á morgun föstudaginn 16. janúar er starfsdagur í skólanum og þá eiga nemendur frí. Þriðjudaginn 20. janúar mæta síðan nemendur ásamt foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara. Vonandi hafa allir getað pantað sér tíma sem hentar í gegnum Mentor.

Sjá myndband: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g

 

Prenta

Heimsókn í 2. bekk

Ritað .

 

10625051 10205579713117564 54771940791140485 n

Myndskreytirinn og höfundurinn Þorfinnur Sigurgeirsson heimsótti 2. bekk á þriðjudagsmorgun og las fyrir nemendur sögu sína um Lísu Dóru súpersterku og baráttu hennar við Kuldabola. Myndunum úr sögunni var varpað á skjá um leið og sagan var lesin með tilþrifum þannig að allir höfðu mjög gaman af. Síðan var haldið í skógarferð þar sem nemendur dönsuðu kring um jólatré og gæddu sér á kakói og piparkökum.

 

Prenta

Jólaskógur

Ritað .

Á aðventunni hefur skapast sú hefð að nemendur fara með umsjónarkennurum sínum í Grenndarskóg Hlíðaskóla í Öskjuhlíð. Þar fá allir heitt kakó og smákökur. Veðrið hefur í ár verið frekar krefjandi, kalt og vindasamt en engu að síður hafa þetta verið notalegar stundir. 

Jolaskogur

 5. bekkur í jólaskapi í Grenndarskógi Hlíðaskóla