Prenta |

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2015

Ritað .

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Markmið þeirra er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verndari verðlaunanna, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti verðlaunin í gær í Norðurljósasal Hörpu.

Þrír nemendur úr Hlíðaskóla fengu verðlaun að þessu sinni; Valgerður Birna Magnúsdóttir nemandi í 4. BG, Áslaug Edda Kristjánsdóttir nemandi í 5. AJ og Bjartur Elíasson nemandi í 10. HS.

Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin.

Prenta |

Hlíðaskóli áfram í Skrekk

Ritað .

Hlíðaskóli komst áfram í undankeppni Skrekks á miðvikudagskvöld. Nemendur túlkuðu af eldmóði  líf eldri borgara á elliheimili. Atriðið var stórskemmtilegt og krakkarnir frábærir.

Úrslitin verða síðan í Borgarleikhúsinu nk. mánudag  kl. 19:00. Þá keppa ásamt Hlíðaskóla, Árbæjarskóli, Seljaskóli, Austurbæjarskóli, Háteigsskóli, Hagaskóli, Hólabrekkuskóli og Foldaskóli. Keppninni verður sjónvarpað beint í opinni dagskrá á Skjá einum.

Við óskum hópnum okkar innilega til hamingju með árangurinn!

Sjá frétt á mbl.is 

og á heimasíðu Reykjavíkurborgar

skrekkur2015

Prenta |

Söngleikir 2015

Ritað .

Framundan er hin árlega söngleikjahrina nemenda í 2. - 7. bekk. Nemendur í 2. KO munu í kvöld sýna söngleikinn Dimmalimm.

Dagskráin framundan:

Miðvikudagur 11. nóvember 2. KO kl. 17:30
Fimmtudagur 12. nóvember 2. RÓ kl. 17:30
Mánudagur 16. nóvember 2. ÁSÞ kl. 17:30
Þriðjudagur 17. nóvember 3. BB kl. 17:30
Miðvikudagur 18. nóvember 3. HLE kl. 17:30
Fimmtudagur 19. nóvember 4. BB kl. 17:30
Föstudagur 20. nóvember 4. ASR kl. 17:30
Mánudagur 23. nóvember 5. AJ kl. 17:30
Þriðjudagur 24. nóvember 5. HS kl. 17:30
Miðvikudagur 25. nóvember 6. ÞEG kl. 17:30
Fimmtudagur 26. nóvember 6. SJO kl. 17:30
Mánudagur 30. nóvember 7. BH og 7. HH kl. 17:30

Prenta |

Myndlist í 3. bekk

Ritað .

Það getur verið snúið að glíma við uppstillingu í 3. bekk en þessir nemendur ungu listamenn eru ekki í nokkrum vandræðum með það.

upstilling3bekkur

 

Prenta |

Rithöfundur í heimsókn

Ritað .

Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir kom á bókasafnið og las fyrir 1. og 2. bekk úr nýjustu bók sinn "Viltu vera vinur minn?". Einnig las hún úr verðlaunabók sinni frá í fyrra "Vinur minn vindurinn! sem er viðfangsefni 1. bekkjar í Byrjendalæsi. Auk þess sýndi hún börnunum fjölda bóka sem hún hefur myndskreytt.

IMG 0093