Prenta

Vinningshafi í Lestrarátaki Ævars

Ritað .

Í gær, mánudag, var öllum innsendum lestrarmiðum í lestrarátaki Ævars vísindamanns komið fyrir í risastórum kassa og svo var hrært vel í. Samkvæmt talningu Heimilis og skóla tóku 115 skólar þátt í átakinu og eftir nákvæma talningu á fjölda lestrarmiðanna kemur í ljós að tæplega 60 þúsund bækur voru alls lesnar - sem er ótrúleg tala og framar öllum vonum. Fimm nöfn voru dregin og eitt þeirra var nafn Hildar Evu Einarsdóttur í 3. GHS. Nú bíður hennar að hitta Ævar vísindamann sem ætlar henni að verða ein af persónunum í næstu bók.

Til hamingju Hildur Eva!

hildur

Prenta

Vetrarhátíð í vetrarfríi

Ritað .

Frístundamiðstöðin Kampur stendur fyrir skipulögðum uppákomun fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríi grunnskólanna þann 19. febrúar. Sundhöllin býður frítt í sund fyrir alla fjölskylduna ásamt lifandi tónlistaratriðum frá unglingum. Eldaðar verða pylsur yfir opnum eldi í rjóðri við Austurbæjarskóla, uppblásinn manngerður fussballvöllur við Sundhöllina og listasmiðja í Hvíta húsinu við Háteigsskóla, þar sem hægt er að læra að teikna ofurhetjur eða að þrykkja á tau. 

Vetrarfrí auglýsing

Prenta

Kynjaverur í 5. bekk

Ritað .

Nemendur í 5. bekk fá það verkefni í textílmennt að skapa sínar eigin kynjaverur. Kynjaverurnar fá "fæðingarvottorð" þar sem fram koma m.a. stærð og þyngd. Sumir hanna föt á verurnar sínar og sauma jafnvel sæng og kodda.

kynjaverur  kynjaverur2

Prenta

Fuglaskoðun í Náttúrufræðistofu

Ritað .

Nemendur í 5. bekk hafa í vetur verið að læra um náttúru Íslands og hafa meðal annars fræðst um hið fjölbreytta fuglalíf sem finna má hér á landi. Síðastliðinn föstudag fór hópurinn í heimsókn í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar eru fjölmargir uppstoppaðir fuglar sem áhugavert var að skoða og fannst krökkunum einnig gaman að skoða önnur uppstoppuð dýr á safninu og fylgjast með lifandi fiskum í fiskabúrum. Kúluskíturinn úr Mývatni og nornahárið úr eldgosi vetrarins vöktu einnig lukku.

5bekkurnatturusafn

 

Prenta

Lestrarátaki Ævars lokið

Ritað .

 

Nú er lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið. Nemendur úr 2. - 6. bekk Hlíðaskóla tóku þátt og stóðu sig með prýði, lásu 1173 bækur frá 1.okt til 1.feb.

Hér eru fulltrúar úr öllum bekkjunum og vonandi verður einhver dreginn úr pottinum hans Ævars og verður þar með persóna í næstu bók hans.

Aevar2 Aevar3