Prenta

Skólaslit 2014

Ritað .

 

Föstudaginn 6. júní fara fram skólaslit. Nemendur mæta sem hér segir og fara heim að loknum skólaslitum sem taka u.þ.b 30 mín.

Nemendur í 8. og 9. bekk mæta á sal kl. 9:00
Nemendur í 5. og 6. bekk mæta á sal kl. 10:00
Nemendur í 3. og 4. bekk mæta á sal kl. 11:00
Nemendur í 1. og 2. bekk mæta á sal kl. 12:00
Nemendur í 7. bekk eru útskrifaðir 4. júni á Sjómannahátíð sem hefst kl. 17.

Útskrift nemenda í 10.bekk verður á sal skólans kl. 17:30 stundvíslega og útskriftarnemar eiga að mæta kl. 17:15


Skóladagatal fyrir veturinn 2014 - 2015 er að finna undir dálkinum "Skólinn" hér fyrir ofan. 

Prenta

Gróðursetning 4. bekkjar

Ritað .

grodursetningNemendur í 4. bekk tóku þátt í verkefninu Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs í vikunni. Sótt var um plöntur til Yrkjusjóðs og fékk hópurinn úthlutað 50 trjáplöntum; víði, reyni og birki.

Gróðursett var við Bolaöldu við Vífilfell. Allar plöntur voru hæða- og þykktarmældar við gróðursetningu og merktar nemendum. Haldið verður áfram með verkefnið í 5. bekk.

Nemendur og kennarar skemmtu sér vel við gróðursetninguna og sjá má myndir frá verkefninu í myndasafni skólans.

 

Prenta

Stúlkur og upplýsingatækni

Ritað .

Miðvikudaginn 30. apríl var 90 stelpum úr 8. bekk fjögurra grunnskóla boðið í Háskólann í Reykjavík og fjögur tæknifyrirtæki til að taka þátt í spennandi verkefni til að efla áhuga á upplýsingatækni. Að verkefninu stóðu Háskólinn í Reykjavík, Ský, SI, GreenQloud, Skema og /sys/tur en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála. Stelpurnar í 8. bekk Hlíðaskóla tóku þátt og stóðu sig mjög vel. Þær fengu einnig frábærar móttökur í fyrirtækinu Hugsmiðjunni þar sem þær fengu glæsilegar veitingar og góðan tíma til að leika sér.

HR

Prenta

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Ritað .

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur og u.þ.b. 1.400 nemendur í 4. bekk borgarinnar settu Barnamenningarhátíð í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Mikið líf og fjör var í Hörpu og krakkarnir tóku meðal annars þátt í að frumflytja nýtt lag eftir Dr. Gunna sem samið var sérstaklega fyrir tilefnið.

Upplýsingar um viðburði Barnamenningarhátíðar má sjá á vef hátíðarinnar, barnamenningarhatid.is

Myndir af 4. bekk Hlíðaskóla á Barnamenningarhátíðinni má sjá í myndasafni skólans.

IMG 1293 1500x1125

Prenta

Kennsluaðferðir í Hlíðaskóla

Ritað .

Samkvæmt könnun sem gerð meðal kennara Hlíðaskóla í mars 2014 kemur í ljós að kennsluaðferðir sem notaðar eru í  skólanum eru fjölbreyttar.  Alls styðjast kennarar við 13 viðurkenndar kennsluaðferðir sem skipast á eftirfarandi hátt en auk þess eru aðferðir byrjendalæsis í þróun innan skólans. 35 kennarar tóku þátt í könnuninni sem er mikill meirihluti kennara skólans.

kennsluadf1
(smellið á myndina til að sjá hana stærri)

Í flokknum „Annað“ er eftirfarandi að finna:
• Þjálfunarefni í tölvum, smáforrit og gagnvirk verkefni x1
• Skapandi ritun tæknin x1
• Byrjendalæsi x2
• Byrjendalæsi, námshröðun og stýrð kennsla x1

 

Einnig var spurt um uppáhaldskennsluaðferðir kennara:

kennsluadf2