Prenta

10. bekkur í Vísindasmiðjunni

Ritað .

 

Nemendur í 10. bekk heimsóttu vísindasmiðjuna í síðustu viku. Þar fræddust þeir um nýjasta nýtt í stjörnufræði, m.a. lendingu geimfarsins philae á halastjörnu. Einnig unnu þeir tilraunir  í rafmagnsfræði.


Visindasmidja

 

Prenta

Fréttir frá Reykjum

Ritað .

Það gengur vel hjá krökkunum í  7. bekk á Reykjum. Dvölin er nú senn á enda en þau koma á morgun. Í kvöld er aðalkvöldvakan, þar sem nemendur ásamt kennurum sjá um skemmtiatriðin og kvöldvaka endar á diskóteki. Eflaust munu nemendur okkar nýta sér dansana sem þau hafa lært frá 1. bekk.

 

Prenta

Rithöfundar í heimsókn

Ritað .

Í vikunni fengu nemendur í 4., 5. og 6. bekk kynningar á nýútkomnum bókum. Hilmar Örn Óskarsson kynnti og las upp úr bókinni Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar. Þetta er þriðja bókin um Kamillu Vindmyllu. Bók Ævars Þórs Benediktssonar (Ævar vísindamanns) er þjóðsaga þar sem lesandinn sjálfur er sögupersónan. Bókin hans Þín eigin þjóðsaga hefur yfir fimmtíu ólíka enda.

Prenta

Hlíðaskóli hreppti annað sætið

Ritað .

Úrslitakvöldið í Skrekk fór fram í gærkvöld. Hlíðaskóli hreppti annað sætið og erum við afar stolt af okkar fólki. Seljaskóli sigraði keppnina og Langholtsskóli lenti í þriðja sæti - við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Myndir frá úrslitakvöldinu.

Prenta

Skólabúðir í Reykjaskóla

Ritað .

Í morgun lagði hópur nemenda úr 7. bekk ásamt kennurum af stað í Skólabúðirnar í Reykjaskóla. Þar munu þau dvelja þessa viku við nám, leik og störf. Það ríkti mikil tilhökkun hjá krökkunum og þau eiga eflaust eftir að læra heilmikið og skemmta sér konunglega á Reykjum. 

Svona lítur dagskráin hjá þeim út í grófum dráttum.