Prenta

Skólasetning haustið 2014

Ritað .

Hlíðaskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst.
Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir:

10. bekkur kl. 8:30
9. bekkur kl. 9:00
8. bekkur kl. 9:30
7. bekkur kl. 10:00
6. bekkur kl. 10:30
5. bekkur kl. 11:00
4. bekkur kl. 11:30
3. bekkur kl. 12:00
2. bekkur kl. 12:30

Eftir stutta setningarathöfn á sal fara nemendur í stofur með kennurum sínum og fá stundaskrá og aðrar upplýsingar um skólastarfið.
Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetninguna

Kennsla í 2. - 10. bekk hefst skv. stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir bréfleiðis til viðtals með foreldrum sínum.

Skóladagatal fyrir veturinn 2014 - 2015 er að finna undir flipanum "Skólinn" hér fyrir ofan.

Innkaupalistar allra árganga eru undir flipanum "Nám" hér að ofan.

Prenta

Fimm nætur að vori

Ritað .

Nemendur í valáfanganum "Tónlist, matur, menning" buðu aðstandendum sínum á vorgleði áður en haldið var út í sumarið.

Þar sýndu nemendur söngleikinn "Fimm nætur að vori" sem Sigríður Jóhannsdóttir tónmenntakennari fléttaði saman úr fimm öðrum söngleikjum. Boðið var upp á japanskt kjúklingasalat og fleira góðgæti sem nemendur höfðu sjálfir gert undir handleiðslu Gunnþórunnar Jónsdóttur heimilisfræðikennara.

Vorgleðin tókst vel og voru umsjónarkennarar áfangans, þær Gunnþórunn og Sigríður að vonum ánægðar með árangur nemenda sinna.

Myndir úr vorgleðinni er að finna í myndasafni skólans.

fimm

Prenta

Skólaslit 2014

Ritað .

 

Föstudaginn 6. júní fara fram skólaslit. Nemendur mæta sem hér segir og fara heim að loknum skólaslitum sem taka u.þ.b 30 mín.

Nemendur í 8. og 9. bekk mæta á sal kl. 9:00
Nemendur í 5. og 6. bekk mæta á sal kl. 10:00
Nemendur í 3. og 4. bekk mæta á sal kl. 11:00
Nemendur í 1. og 2. bekk mæta á sal kl. 12:00
Nemendur í 7. bekk eru útskrifaðir 4. júni á Sjómannahátíð sem hefst kl. 17.

Útskrift nemenda í 10.bekk verður á sal skólans kl. 17:30 stundvíslega og útskriftarnemar eiga að mæta kl. 17:15


Skóladagatal fyrir veturinn 2014 - 2015 er að finna undir dálkinum "Skólinn" hér fyrir ofan. 

Prenta

Gróðursetning 4. bekkjar

Ritað .

grodursetningNemendur í 4. bekk tóku þátt í verkefninu Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs í vikunni. Sótt var um plöntur til Yrkjusjóðs og fékk hópurinn úthlutað 50 trjáplöntum; víði, reyni og birki.

Gróðursett var við Bolaöldu við Vífilfell. Allar plöntur voru hæða- og þykktarmældar við gróðursetningu og merktar nemendum. Haldið verður áfram með verkefnið í 5. bekk.

Nemendur og kennarar skemmtu sér vel við gróðursetninguna og sjá má myndir frá verkefninu í myndasafni skólans.

 

Prenta

Stúlkur og upplýsingatækni

Ritað .

Miðvikudaginn 30. apríl var 90 stelpum úr 8. bekk fjögurra grunnskóla boðið í Háskólann í Reykjavík og fjögur tæknifyrirtæki til að taka þátt í spennandi verkefni til að efla áhuga á upplýsingatækni. Að verkefninu stóðu Háskólinn í Reykjavík, Ský, SI, GreenQloud, Skema og /sys/tur en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála. Stelpurnar í 8. bekk Hlíðaskóla tóku þátt og stóðu sig mjög vel. Þær fengu einnig frábærar móttökur í fyrirtækinu Hugsmiðjunni þar sem þær fengu glæsilegar veitingar og góðan tíma til að leika sér.

HR