Prenta

Múmínálfarnir

Ritað .

Á skólasafni Hlíðaskóla höfum við beint sjónum okkar að finnsku skáldkonunni Tove Jansson sem hefði orðið hundrað ára í ágúst, ef hún hefði lifað. Múmínálfarnir sem gerðu hana heimsfræga setja svip sinn á safnið í myndum, bókum og munum. Við höfum kynnst helstu verkum hennar og lífshlaupi.

IMG 6734   IMG 6736

Prenta

Skipulagsdagur 12. september

Ritað .

Á morgun föstudaginn, 12. september, er skipulagsdagur í skólanum. Nemendur eiga frí þennan dag.

Prenta

Kartöflur

Ritað .

Í gær tóku nemendur í 3. bekk upp kartöflur úr garði skólans. Þau skoðuðu "mömmuna" og fannst hún heldur ógeðsleg. Þau hafa unnið fjölda skemmtilegra verkefna í tenglsum við kartöfluna. Í dag voru þær svo soðnar og borðar með bestu lyst.

Kartoflur I Kartoflur II Kartoflur III

Prenta

Spjaldtölvur

Ritað .

 

Í skólabyrjun fékk Hlíðaskóli spjaldtölvur. Nemendur í 6. bekk fengu þann heiður að vígja þær í dag. Þau eru að vinna náttúrufræðiverkefni um Bárðarbungu og nýta m.a. spjaldtölvurnar í þá vinnu. 

 

 IMG 6748 IMG 6749 IMG 6753  

 

Prenta

Rósaballið

Ritað .

Miðvikudagskvöldið 10. september verður Rósaballið haldið fyrir unglingadeild Hlíðaskóla.

Á þessu balli sækja nemendur í 10. bekk nemendur í 8. bekk, færa þeim rós og bjóða þeim á ballið.rose

Mikil hefð hefur myndast fyrir þessu balli og lofar undirbúningur nemendaráðs frábærri skemmtun.

Nemendur í 10. bekk mæta kl. 18:00 upp í Hlíðaskóla til þess að fá upplýsingar um hvern þau eiga að sækja.

Ballið hefst svo kl. 19:00 og stendur yfir til kl. 22:00

Nemendur í 10. bekk borga 700kr. inn (fyrir sig og þann nemanda í 8. bekk sem þau bjóða).

Nemendur í 9. bekk borga 400kr. inn.

Sjoppa verður á staðnum þar sem seldar verða pizzur, nammi og gos.